mánudagur, september 06, 2010

Við erum að fara að skoða salinn á þriðjudaginn, jeijj, þetta er allt að smella saman :D

Það er verið að hanna kjólinn og ég held að hann verði "drop dead gorgeous!", ekkert smá spennandi að sjá.

Ég hef verið að gera prufur að kökum og ég held að ég sé dottin niður á eina góða tillögu. Þetta verður bara flott.

Jæja, þá er lítið annað að gera en að leggja sig fyrir nýja viku.

P.s. Litli drengurinn er 6 mánaða í dag :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með allt saman =) Þetta er ógó spennandi hjá ykkur. Til hamingju með 6 mánaða boltann ykkar.

kv. Eyrún Ósk