miðvikudagur, október 13, 2010

Takk kærlega allir fyrir frábæran dag :)
Við Helgi erum í skýjunum yfir öllu :D Takk kærlega fyrir allar gjafirnar, það tók okkur tvo daga að opna þetta allt saman og ég er alveg viss um að ég þurfi nýtt eldhús til að hafa pláss fyrir allt. Hjalti og Tinna fá hrósið fyrir frumlegustu og skemmtilegustu gjöfina en það er gjafabréf í Ísbúð Vesturbæjar.

Þann 1. í hjónabandi eyddum við hjónin heima með litla drenginn en stóra stelpan fór í skólann og á æfingu. Um kvöldið fórum við öll út að borða á Fabrikkuna og nutum þess að vera saman.

2. í hjónabandi var "venjulegur" dagur fyrir utan það að ég átti afmæli svo við fengum foreldrana í mat og svo kíktu amma og afi, Solla, Helga og Júlía Ósk. Það var boðið uppá brúðkaupskökur og pönnukökur og kaffi.

sunnudagur, október 10, 2010

Dagurinn er kominn!
Í dag kl. 16 er athöfnin og veislan beint á eftir :D Allir klárir?

Ég vona að allir eigi eftir að skemmta sér rosalega vel og vonandi verða allir saddir og sælir :D

þriðjudagur, september 07, 2010

Við skoðuðum salinn í dag og hann er æði stór :D
Það er stórt svið og stórt andyri með einu litlu klósetti. Svo höfum við aðgang að neðri hæð, þar eru fótboltaspil og biljarð borð og fleiri stór klósett.
Þetta verður rosa flott og nóg pláss fyrir alla :D

mánudagur, september 06, 2010

Við erum að fara að skoða salinn á þriðjudaginn, jeijj, þetta er allt að smella saman :D

Það er verið að hanna kjólinn og ég held að hann verði "drop dead gorgeous!", ekkert smá spennandi að sjá.

Ég hef verið að gera prufur að kökum og ég held að ég sé dottin niður á eina góða tillögu. Þetta verður bara flott.

Jæja, þá er lítið annað að gera en að leggja sig fyrir nýja viku.

P.s. Litli drengurinn er 6 mánaða í dag :D

sunnudagur, ágúst 29, 2010

Þá er eftir að redda matnum og kíkja á salinn og sjá hvernig röðunin verður :)

föstudagur, ágúst 27, 2010

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Þá eru boðskortin að verða tilbúin og umslögin eru tilbúin. Límmiðarnir á umslögin eru klárir svo þetta er allt að smella saman. Eftir helgi verður svo matseðlinum pússlað saman og Karen vinkona er dugleg að sparka í rassana á okkur og minna okkur á hvað á eftir að gera.

miðvikudagur, ágúst 18, 2010

Þá fer að líða að þessu öllu saman! Í dag er 18. ágúst (komið fram yfir miðnætti þann 17.) og núna eru 53 dagar í brúðkaupið! (naga neglur) Það er komið smá stress í mig en ég efast um að Helgi sé stressaður enda heldur hann að allir hlutir gerist að sjálfu sér ;)